Lokað fyrir umsóknir

Hátíðin hefur nú lokað fyrir umsóknir fyrir elleftu Northern Wave hátíðina sem fer fram helgina 26.-28. október. Við þökkum öllum sem sendu inn stuttmynd, tónlistarmyndband eða vidjóverk.

Hátíðinni bárust rúmlega 200 erlendar myndir og um 80 íslenskar myndir, tónlistarmyndbönd og vidjóverk.

Alþjóðleg valnefnd hátíðarinnar situr nú sveitt yfir forvalinu og er nú að ljúka forvali erlendra mynda. Öllum leikstjórum verður tilkynnt um forvalið fyrir 1.september næstkomandi.

Miðað við úrval innsendra mynda og heiðursgestinn sem verður tilkynntur, von bráðar, þá stefnir í frábæra hátíð í ár!