Nú nálgast hátíðin óðfluga og dagskráin farin að taka á sig endanlega mynd. Hér er það helsta:
Nýtt sýningartjald vígt
Hátíðinni hefur verið tekið svakalega vel í Snæfellsbæ og með hjálp fyrirtækja á svæðinu hefur hátíðin náð að fjárfesta í stóru sýningartjaldi sem mun vera áfram í Frystiklefanum. Það er greinilegt að fyrirtækjum og bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ sjá verðmætin sem liggja í menningarstarfsemi og vilja sýna það í verki sem er ómetanlegur stuðningur við hátíð sem þessa.

Heiðursgestur
Heiðursgestur hátíðarinnar verður leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem ætti að vera öllum íslendingum góðkunnug en erlendir gestir hátíðarinnar ættu að kannast við hana úr þáttaröðinni Ófærð. Ilmur mun sitja fyrir svörum á hátíðinni og ræða sína reynslu af kvikmyndagerð, sem leikkona en líka sem handritshöfundur.

Tónlistaratriði
Nokkrir tónlistarmenn munu spila á hátíðinni og fylgja þannig eftir tónlistarmyndböndum sínum en nú þegar
hefur Védís Hervör, Futuregrapher, Chryptochrome og Bláskjár staðfest að þau munu spila á hátíðinni.
Bíósýningar, tónleikar, fiskiréttakeppni

Barnaprógramm

Í ár hefur verið lögð mikil áhersla á að búa til skemmtilega dagskrá fyrir börn en hátíðin fer fram um vetrarfríshelgi grunnskólabarna. Boðið verður upp á sérstakar dagskrá mynda fyrir börn, hreyfimyndanámskeið en afraksturinn verður sýndur á hátíðinni og að lokum verða sýndar skrípómyndir á 8mm sýningarvél en krökkum verður boðið að prófa að þræða vélina sjálf. Hægt er að skrá börn á hreyfimyndanámskeiðið með því að senda tölvupóst á info@northernwavefestival.com eða hringja í síma 7700577. Kennari er hreyfimyndagerðarkonan Þórey Mjallhvít.
Við vonum að íbúar á svæðinu njóti hátíðarinnar sem og gestir hennar og bjóðum alla hjartanlega velkomna.