Kannt þú að elda frábæran fiskirétt eða fiskisúpu?

Fiskiréttakeppnin er einn vinsælasti og best sótti viðburður hátíðarinnar.

Fiskiréttakeppnin fer þannig fram að bæði einstaklingar og fyrirtæki/veitingastaðir geta tekið þátt með því að skrá sig á facebook, eða hér fyrir neðan.

Allir keppendur geta óskað eftir fiskmeti og elda svo réttina heima hjá sér og koma með í Frystiklefanann en keppnin fer fram laugardagskvöldið, 27. október næstkomandi .

Keppendur gefa gestum hátíðarinnar smakk af sínum rétti og gestirnir kjósa svo um besta fiskiréttinn.

Allir þátttakendur í keppninni fá tvö armbönd inn á hátíðina (að værðmæti 5000 krónur hvort) og flösku af gæðagininu Himbrima. Vinningshafar fá verðlaunagrip hannaðan af Lavaland, auk gjafabréfs á Fisk-Grill-eða Skelfiskmarkað Hrefnu Rósu Sætran og ferð í Buublees á Íslandi að verðmæti 119.000 krónur.

[formget formcode=’71SI-161320/i’ autoresize=’true’ height=’600′ tab=’page’]