Einstök og persónuleg stemning myndaðist á hátíðinni meðal bæjarbúa, fjölskyldufólks og erlendra gesta hátíðarinnar. Samstarf hátíðarinnar og Frystiklefans mun halda áfram á næsta ári þegar að hátíðin fagnar 10 ára afmæli.
Auk stuttmyndamaraþons og tónlistarmyndbanda var einnig fiskiréttakeppni, tónleikar og sérstök dagskrá fyrir börn, sem var vel heppnuð nýbreytni.

Börn og fullorðnir fóru sátt frá hátíðinni en talið er að gestir hátíðarinnar hafi verið á bilinu 150-200 manns þegar mest var en um 30 manna hópur kom erlendis frá til að vera viðstaddir hátíðina og fylgja sínum myndum eftir.
Anna Þóra í Kaffi Rifi var með “pop up” veitingarstað í Frystiklefanum í hádeginu á laugardeginum og uppskar fjölmennan afmælissöng en hún átti einmitt afmæli þá.

