Dagsetningar NW í ár

Photo by Daniel Schreiber

Photo by Daniel Schreiber


Það tók smá tíma að ákveða dagsetningar hátíðarinnar í ár þar sem menningardagatalið er þétt skipað og mikil ferðamannaaukning í Grundarfirði. Við ákváðum að vera nær haustinu þetta árið og verður hátíðina haldin helgina 17.-19. október í ár.
Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun maí en skilafrestur er til 1.júlí næstkomandi.
Við erum nú þegar orðin spennt fyrir næstu hátíð og undirbúningur kominn á fullt.
Sjáumst í október.

Verðlaunahafar hátíðarinnar í ár

1. Verðlaun í flokki alþjóðlegra stuttmynda
La strada di Raffael (Raffaels way) eftir Alessandro Falco

1. Verðlaun í flokki íslenskra stuttmynda
Ástarsaga eftir Ásu Hjörleifsdóttur

1. Verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda
Echoes með hljómsveitinni Who Knew, leikstjóri Einar Baldvin Arason

Til hamingju öll!

Hátíðin hefst um næstu helgi

NorthernWave
Þrátt fyrir storminn um síðustu helgi er útlit fyrir gott veður í Grundarfirði um hátíðarhelgina. Dagskrá hátíðarinnar er stútfull og enn er hægt að skrá sig á ókeypis vinnustofu með dómnefndarmeðliminum Margaret Glover, nánar hér. Vinnustofan verður opin svo að það má koma inn í hana hvenær sem er. Skráning er í fullum gangi í fiskiréttakeppnina með því að hafa samband með tölvupósti á info@northernwavefestival.com eða með því að smella hér. Hrefna Rósa Sætran mun dæma í keppninni í ár sem verður haldin að þessu sinni í fiskvinnslu Soffanías Cecilssonar Hf. Boðið verður upp á tónleika með frönskukennurunum í hljómsveitinni Belleville í boði Grundarfjarðarbæjar.

Í ár verður í fyrsta sinn rukkað um aðgangseyri sem hefur verið haldið í algjöru lágmarki, 2.500 kr fyrir armband með aðgang að allri hátíðinni, balli, Borg Kvöldi og fiskiveislu. Hægt verður að kaupa armböndin í kaffisölunni í Samkomuhúsinu. Allir sem taka þátt í Fiskiréttakeppninni og leikstjórar/fulltrúar mynda fá að sjálfsögðu armbönd, þeim að kostnaðarlausu. Í verðlaun í fiskiréttakeppninni er smakkréttamatseðill á Fiskmarkaðnum fyrir tvo, sem hægt er að skipta út fyrir annað ef fleiri eru í vinningsliðinu.

Við gerðum að sjálfsögðu ráð fyrir landsleiknum á föstudaginn í dagskrá hátíðarinnar en leikurinn verður sýndur á veitingarstaðnum Rúben.
Enn er laust gistirými á flestum stöðum í bænum. Nánari upplýsingar um gistingu og strætóferðir má finna hér fyrir ofan undir ferðalag.
Við hlökkum til að sjá ykkur.