Einar Snorri. northernwavefestival.com

Einar Snorri með masterclass á Northern Wave Festival

Kvikmyndahátíðin Northern Wave Festival verður haldin í 14. sinn helgina 11.-13. nóvember næstkomandi á Rifi, Snæfellsnesi. Að vanda verður kvikmyndadagskráin opin öllum og svo mun rapparinn Emmsjé Gauti halda tónleika í Frystiklefanum á laugardagskvöldinu.

Hátíðin heiðrar í ár Einar Snorra úr Snorri Brothers tvíeykinu, sem hann skipar ásamt Eiði Snorra.

Einar Snorri er þekktur fyrir einstakan sjónrænan stíl og gott auga fyrir fagurfræði. Hann hefur tekið ljósmyndir sem partur af Snorri Brothers dúóinu fyrir tímarit á borð við Spin, Rolling Stone, Dazed & Confused og Interview og unnið með listamönnum á borð við Green Day, The Fugees, Soundgarden, Björk, DJ Shadow, The Roots og Michael Stipe. Einar Snorri hefur tekið upp og leikstýrt auglýsingum og tónlistarmyndböndum bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum í samstarfi við ýmsa fagaðila þarlendis. Hljómsveitir sem hann hefur starfað fyrir eru ekki af verri endanum, þar má nefna hina bandarísku R.E.M. og sömuleiðis íslenskar hljómsveitir eins og GusGus, Högna og Krumma svo eitthvað sé nefnt.

Einar Snorri mun segja okkur frá ferli sínum laugardaginn 12. nóvember í Frystiklefanum, þar sem hann mun einnig sýna stutta heimildamynd um uppfinninguna sína: The Snorri Cam. Um er að ræða tökuvél sem hefur verið notuð í ótalmörgum tónlistarmyndböndum og Hollywood bíómyndum (t.d. Pi, Requiem for a Dream og Armageddon).

This year, The Northern Wave Festival honors Einar Snorri of The Snorri Brothers. Einar Snorri is known for his unique visual style and has a keen eye for aesthetics, he has shot photographs, as a part of The Snorri Brothers duo, for magazines such as Spin, Rolling Stone, Dazed & Confused, Interview, working with artists such as Green Day, The Fugees, Soundgarden, Björk, DJ Shadow, The Roots, and Michael Stipe. Einar Snorri has shot and directed commercials and music videos both in Iceland and the U.S. in partnership with Einar Snorri for international bands like R.E.M. and Icelandic bands such as GusGus, Högni, Krummi to name a few.

Einar Snorri will be giving a insight into his carrier on Saturday the 12th of November at the Freezer, where he will show a short documentary about his pioneering invention The Snorri Cam, featured in countless music videos and Hollywood films (Pi, Requiem for a dream, Armageddon etc.).