Kannt þú að elda frábæran fiskirétt eða fiskisúpu?

Fiskiréttakeppnin er einn vinsælasti og best sótti viðburður hátíðarinnar. Fiskiréttakeppnin fer þannig fram að bæði einstaklingar og fyrirtæki/veitingastaðir geta tekið þátt með því að skrá sig á facebook, á heimasíðu hátíðarinnar. Allir keppendur geta óskað eftir fiskmeti og elda svo réttina heima hjá sér og koma með í Frystiklefanann en keppnin fer fram á laugardagskvöldinu. Keppendur gefa gestum hátíðarinnar smakk af sínum rétti og þeir kjósa svo um besta fiskiréttinn.

Hér er skráningareyðublað fyrir fiskiréttakeppnina.

[Best_Wordpress_Gallery id=”10″ gal_title=”Fish party”]