Forval stuttmynda

Northern Wave verður haldin hátíðilega þann 26.-28. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir frá byrjun árs og má búast við veglegri hátíð í ár og því rétt að tryggja sér gistingu í Snæfellsbæ sem fyrst. Alþjóðleg forvalsnefnd hefur setið sveitt að störfum en hátíðinni bárust tæpar 50 íslenskar stuttmyndir og rúmlega 250 erlendar stuttmyndir. Forvalið hefur nú verið opinberað hér á heimasíðu hátíðarinnar en í ár verða sýndar 31 alþjóðlegar stuttmyndir, 23 íslenskar stuttmyndir og 15 íslensk tónlistarmyndbönd.

Forval íslenskra tónlistarmyndbanda er unnið í samstarfi við Albumm.is og verður birt innan skamms.

Við þökkum öllum sem sendu inn mynd fyrir hátíðina í ár og óskum öllum góðs gengis og hlökkum til að sjá sem flesta á Rifi í október.