Gale Anne Hurd heiðursgestur

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er oft kölluð “the first lad of Sci fi” en það er engin önnur en Hollywood framleiðandinn Gale Anne Hurd og eigandi Valhalla Entertainment. Gale var meðhöfundur og framleiðandi hinnar gosagnakenndu Terminator, auk þess að framleiða Aliens, Hulk, Armageddon og The Walking dead svo dæmi séu nefnd.

Gale mun vera með masterklassa á hátíðinni en leikkonan Steinunn Ólína mun taka viðtal við Gale um feril hennar. Steinunn Ólína er einnig í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Ottó Geir Borg handritshöfundi og Nanna Frank Rasmussen, gagnrýnanda hjá Jyllands Posten í Danmörku.

Hátíðin skipuleggur að auki, í samstarfi við Wift og bandaríska sendiráðið, sérstaka sýningu á heimildarmynd sem Gale framleiddi frá árinu 2017, sem heitir MANKILLER og fjallar um baráttu fyrsta Cherokee kvenhöfðingjans í bandaríkjum, Wilma Mankiller, fyrir auknum réttindum frumbyggja.

Myndin verður sýnd samtímis í Frystiklefanum á Rifi og í Bíó Paradís, sunnudaginn 28. október klukkan 20.00. Gale mun svara spurningum úr sal eftir myndina í Bíó Paradís.

Tryggðu þér sæti og skráðu þig hér á sýningu MANKILLER í Bíó Paradís.

Hér er sýnishorn úr heimildarmyndinni MANKILLER