Við mælum með að gestir hátíðarinnar finni sér gistingu í Snæfellsbæ eða í Grundarfirði. Rif er mjög lítill bær en það tekur aðeins 5 mínútur að keyra á Hellisand, 10 mínútur til Ólafsvíkur og tæpar 20 mínútur til Grundarfjarðar. Hátíðin mun bjóða upp á fastar ferðir á milli bæja í Snæfellsbæ en einnig verður hægt að panta far gegn vægri greiðslu.

Það má finna mikið úrval af gistirými á  booking.com og airbnb.

Welcome hotels ælta að gefa gestum hátíðarinnar 15% afslátt á gistingu yfir helgina ef haft er samband við þau á info@welcome.is, þau eru með hótel á nokkrum stöðum í Snæfellsbæ.

Hátíðarhaldarar hafa bókað allt gistirými í Frystiklefanum fyrir gesti hátíðarinnar. Ef þér gengur illa að finna gistingu, ekki hika við að hafa samband á guests@northernwavefestival.com og við munum aðstoða þig eins og við getum.