Um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina Northern Wave (Norðanáttin)

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave var stofnuð 2007 og var upphaflega haldin á Grundarfirði en frá árinu 2016 hefur hátíðin verið haldin í október í Frystiklefanum á Rifi.  Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stuttmynda og íslenskra tónlistarmyndbanda auk annar viðburða, t.a.m. fiskiréttakeppni, fyrirlestra, vinnustofur og tónleika svo dæmi séu nefnd.

Markmið hátíðarinnar er einnig að koma af stað tengslaneti meðal íslensks og erlends kvikmyndagerðafólks sem að er að byrja að koma sér áfram og þeirra sem meiri reynslu hafa. Hátíðin er unnin af hugsjón þar sem lögð er áhersla á listrænar sýn eftir kvikmyndagerðarfólk sem að þorir að taka áhættur.

Hátíðinni sýnir öll form stuttmynda (teiknimyndir, hreyfimyndir, heimildarmyndir, leiknar myndir), vidjólist og tónlistarmyndbönd en engin alþjóðleg kvikmyndahátíð á Íslandi hefur hleypt að tónlistarmynböndum hingað til. Með tónlistarmyndböndunum verða hljómsveitir hvattar til að koma og styðja við bakið á sínu myndbandi með tónleikum á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert til þess að tónlistarfólk komist í tengls við kvikmyndagerðamenn og öfugt uppá framtíðarsamstarf.

Hugmyndafræðin á bakvið nafnið og hátíðina í heild sinni er byggð á Nýbylgjustefnunni (Nouvelle Vague eða New Wave). Líkt og í Nýbylgjustefnunni er áhersla lögð á kvikmyndir sem listform en hátíðin leggur áherslu að sýna allt sem stuttmyndaformið hefur upp á að bjóða.

[Best_Wordpress_Gallery id=”9″ gal_title=”Hátíðin”]