Heiðursgestir

MONICA LEE BELLAIS OG EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR

HEIÐURSGESTIR NORTHERN WAVE 2017

Í tilefni af 10 ára afmæli hátíðarinnar ætlum við að fagna því að vera komin upp í tveggja stafa tölu með tveimur heiðursgestum.  Okkar ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir og bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og leikkonan Monica Lee Bellais eru heiðursgestir hátíðarinnar í ár.

Laugardaginn 28. október mun fara fram meistarspjall með þeim stöllum þar sem þær munu ræða ýmis málefni sem við koma kvikmyndagerð, svo sem Harvey Weinstein sem Monica hefur haft mikil kynni af og hvort Hollywood geti eitthvað lært af litla Íslandi og öfugt, svo eitthvað sé nefnt. Monica hefur í áraraðir starfað með þekktustu stjörnum Hollywood bæði sem leikkona(The Flinsstone, The Mask, House of cards), handritshöfundur og framleiðandi en síðasta mynd hennar sem framleiðandi, “Wakefield”, skartaði Brian Cranston úr Breaking Bad í aðalhlutverki. Monica hefur mikinn áhuga á að tengjast íslenskri kvikmyndagerð og koma íslensku kvikmyndagerðarfólki á framfæri í Bandaríkjunum.