OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

Tíunda afmælishátíð Northern Wave hefur nú opnað fyrir umsóknir fyrir íslenskar stuttmyndir, tónlistarmyndbönd og nú í fyrsta sinn, íslensk vidjóverk. Skilafrestur fyrir íslenskar myndir hefur verið framlengdur til 17.september en 20 júlí fyrir alþjóðlegar stuttmyndir. Allar myndir verða að vera undir 305 mínútum og mega ekki vera eldri en frá árinu 2015.

Við erum gríðarlega spennt fyrir tíundu afmælishátíðinni og hlökkum til að taka saman það besta sem er að gerast í grasrót íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar.

Hátíðin verður haldin helgina 27.-29. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi.

Við hlökkum til að fá þína mynd senda.

Northern Wave teymið.